Teymisþjálfun
Mögulegur ávinningur:
-
Sameiginleg, skýr framtíðarsýn
-
Vel skilgreind markmið
-
Skýrari staða teymis
-
innsýn í styrkleika og tækifæri
-
Aðgerðarplan
-
Meiri samvinna
-
Bætt samskipti
-
Sjálfbærni
-
Aðlaðandi vinnustaður
-
Aukin starfsánægja
Verð á teymisþjálfun fer eftir þörfum viðskiptavinar hverju sinni. Hafðu samband og við setjum upp fyrsta greiningarfund þér að kostnaðarlausu
Skilgreining ICF (2020) á teymisþjálfun er "samskapandi ígrundunarferli með teymi um dýnamík þess og tengsl, sem hvetur teymið til að hámarka eiginleika sína og möguleika, svo það nái markmiðum sínum og tilgangi."
Tilgangur teymisþjálfunar er að valdefla teymi þannig að meðlimir þess vilji og geti nýtt sér eigin þekkingu og hugmyndir. Með verkfærum teymisþjálfunar er verið að valdefla meðlimi teymisins svo þeir axli betur ábyrgð á starfinu. Það felur í sér að álag á stjórnendur minnkar og svigrúm til að sinna mikilvægum verkefnum eykst.
Hlutverk teymisþjálfa er að aðstoða ykkur við að byggja upp árangursríkt teymi sem vinnur að sameiginlegu markmiði með traust og góð samskipti að leiðarljósi. Kostir þess og það sem einkennir árangursríkt teymi er að samlegðaráhrifin verða mun meiri en ef við vinnum öll sem einstaklingar hvort í sínu horni.
Við nýtum okkur ýmis verkfæri við teymisþjálfun eins og 360° mat/hópmat, stöðumat með sérsniðnum, rafrænum spurningalista og NBI greiningar sem gefa okkur dýpri innsýn í samsetningu teymisins, styrkleika þess og tækifæri til vaxtar. Einnig getur reynst vel að nýta sér einstaklingsmarkþjálfun samhliða teymisþjálfun svo hver og einn teymismeðlimur geti unnið með sig og hvað viðkomandi getur lagt til teymisins.
Við í sameiningu:
-
Gerum samning um hvað teymið vill ræða og fá út úr markþjálfuninni í heild sinni sem og út úr hverjum fundi
-
Gerum samning um lengd og uppsetningu teymisþjálfunar
-
Skulbindum okkur til að leggja okkar af mörkum til að ná settu marki.
-
Eigum heiðarleg og opin samskipti
-
Stuðlum að sálrænu öryggi
-
Byggjum á trausti og trúnaði
-
Greinum núverandi stöðu, styrkleika og tækifæri til vaxtar
-
Setjum upp skýrt aðgerðarplan
-
Fylgjum breytingunum eftir og festum í sessi
-
Sköpum sjálfbærni til lengri tíma litið.