Jákvæð sálfræði og endurheimt
Námskeið sem stuðlar að aukinni vellíðan og hamingju með sálfræðilegri endurheimt og hagnýtum inngripum jákvæðrar sálfræði sem auðvelt er að innleiða í daglegt líf.
Fræðslan fer fram á göngu í Elliðaárdal, Grasagarði Reykjavíkur og öðrum fallegum útivistarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu. Áhersla er á áhrif umhverfisins á líðan og ætti að henta öllum sem treysta sér í léttan og rólegan göngutúr í fallegri náttúru.
Við hittumst 2x í viku í 3 vikur kl. 17:00-18:00/18:30
Verð kr. 18.900,-
Næstu námskeið hefjast í maí 2023 og við erum byrjaðar að taka við bókunum í sylvia@styrkleikarog stefna.is
Takmarkaður fjöldi í hverjum hóp og lokaður FB hópur.
Leiðbeinendur:
Sylvía Guðmundsdóttir, ICF markþjálfi, Bs í sálfræði, Ms í mannauðsstjórnun og Ms diploma í jákvæðri sálfræði.
Auður Svavarsdóttir, Garðyrkjufræðingur og Yoga kennari fræðir okkur um mikilvægi réttrar öndunar á heilsu og líðan.