Aukin vellíðan með verkfærum jákvæðrar sálfræði
Vilt þú fjárfesta í eigin vellíðan og auðvelda þér að takast á við myrkur og streitu i vetur?
Komdu þá á stutt námskeið til mín þar sem við nýtum okkur gagnreynd verkfæri jákvæðrar sálfræði.
Tveir laugardagsmorgnar í nóvember þar sem við setjum fókusinn á þig og hvernig þú getur á einfaldan máta haft áhrif á eigin vellíðan.
Eftir námskeiðið munt þú búa yfir þekkingu og færni í að nýta einföld verkfæri jákvæðrar sálfræði sem allir geta nýtt sér án kostnaðar eða mikillar fyrirhafnar og hafa jákvæð áhrif á eigin vellíðan.
Á þessu námskeiði færð þú:
-
Fræðslu um jákvæða sálfræði og áhrif hugarfars á heilsu og líðan
-
Hagnýt verkfæri jákvæðrar sálfræði eins og þakklæti, styrkleika, hugarfar, öndun, slökun, samkennd í eigin garð ofl.
-
Fræðslu áhrif umhverfis á líðan og sálræna endurheimt
Á námskeiðinu vinnum við með:
-
Gagnvirka kennslu : Til að dýpka þekkinguna og fá sem mest út úr námskeiðinu nýtum við okkur samtalsæfingar og heimaverkefni ásamt því að fá aðgang að lokuðum FB hóp
-
Einstaklingsmiðað nám: Við notum gagnreyndar aðferðir til að finna og vinna með þína persónustyrkleika og gildi ásamt því að kanna samkennd í eigin garð.
-
Slökun: Við byrjum báða dagana á slakandi öndun og endum í leiddri hugleiðslu og slökun.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Þetta námskeið er frábært fyrir alla sem vilja hlúa að sjálfum sér í annríki dagsins, stuðla að aukinni vellíðan og eiga auðveldara með að takast á við myrkur og streitu í vetur með einföldum, gagnreyndum verkfærum.
Tímar og verð
-
Tveir laugardagar, 16. og 30. nóvember
-
Klukkan 10:00 - 11:30
-
Staðsetning: Samkennd Heilsusetur, Tunguhálsi 19. 2.hæð
Verð: Kr. 7.500. Innifalið í verði er 2 skipti fræðsla, FB grúbba, heimaverkefni, styrkleikahefti, te, afnot af teppi og dýnu.
Skráning og frekari upplýsingar í sylvia@styrkleikarogstefna.is
Lágmarksþátttaka er 8 manns.
Kennari: Sylvía Guðmundsdóttir er með Bs í sálfræði, Ms í mannauðsstjórnun, Ms diploma í jákvæðri sálfræði og ACC vottun í markþjálfun. Hún brennur fyrir vellíðan einstaklinga í lífi og starfi.