Markþjálfun
Mögulegur ávinningur
-
Vöxtur í starfi og einkalífi
-
Skýrari framtíðarsýn
-
Raunhæf markmið og aðgerðarplan
-
Þekking á eigin styrkleikum og gildum
-
Bætt samskiptafærni
-
Betri líðan
Markþjálfunartími er 50 mín.
Verð kr. 17.500
NBI greining Kr. 19.600 (Sjá hér)
Pakkatilboð:
-
3 markþjálfunartímar
-
NBI hugsniðgreining
-
Styrkleikagreining VIA og hefti
Heildarverðmæti pakkans er kr. 72.100
Verð til þín kr. 59.600
ATH ég er með þjónustusamning hjá VIRK
Markþjálfun er árangursmiðað og kerfisbundið samtal og samvinna milli markþjálfa og markþega.
Markþegi leggur til umræðuefnið og svo er það markþjálfans að halda samtalinu á þeirri braut. Markþjálfinn gefur ekki ráð heldur spyr krefjandi spurninga sem hvetja markþega til að rýna dýpra í eigin þarfir, langanir og markmið. Því er mikilvægt að gera skýran samning í upphafi samtals um hvað það er sem markþegi vill fá út úr samtölunum. Umræðuefnin geta verið af ýmsum toga en mikilvægt er að benda á að við vinnum ekki með sjúkdóma eða klínískan vanda. Í þeim tilvikum ber markþjálfa að vísa markþega á viðeigandi fagaðila.
Samvinnan þarf að byggja á trausti og því að báðir aðilar skuldbindi sig til að leggja sitt af mörkum. Heiðarleiki, virðing, sálrænt öryggi og hrein samskipti eru grunnstoðir trausts. Rannsóknir hafa sýnt að tenging og traust eru grundvöllur þess að árangur náist, hvort sem það er í markþjálfun, hjá sálfræðingi eða öðrum meðferðaraðilum. Það er því ekki skrítið að nærvera og viðvera séu hluti af hæfnisþáttum ICF sem markþjálfar þurfa að standast til að hljóta viðurkenningu og/eða vottun.
Þegar samningurinn er orðinn skýr og traust hefur myndast er virkilega hægt að fara að kafa í efnið. Við vinnum ekki með fortíðina í markþjálfun en stundum getur verið gagnlegt að kíkja þangað stuttlega til að skilja hvar og hvers vegna við erum þar sem við erum í dag. Áherslan er þó alltaf á núverandi stöðu og hvert þú vilt fara. Við viljum ná fram vitundarsköpun, mála upp framtíðarsýnina og finna leiðirnar sem henta hverju sinni. Það gerum við með samtölum og ýmsum flottum verkfærum sem markþjálfunin hefur upp á að bjóða. Ég hef mikið nýtt mér verkfæri jákvæðrar sálfræði og breytingastjórnunar sem fléttast einstaklega vel með aðferðum markþjálfunar og hafa skilað góðum árangri.
Vinna markþega á milli samtala skiptir líka gríðarlega miklu máli. Það er til lítils að tala um hlutina og fá verkfærin, það þarf að nota þau og innleiða í daglegt líf. Það er hluti af áðurnefndri skuldbindingu, hversu mikið ert þú tilbúin/n að leggja á þig til að ná settu marki.
Það er ekki af ástæðulausu sem markþjálfun fer sífellt vaxandi. Hún einfaldlega skilar árangri hvort sem það er í einkalífi eða starfi. Hún teygir anga sína inn í hin ýmsu fög og starfsstéttir. Markþjálfun er nýtt í forvarnarstarfi og getur dregið úr líkum á streitu, kulnun og öðrum alvarlegum einkennum álags.