Fyrirlestrar og vinnustofur

Bjargráð í breytingum
40 mínútna fyrirlestur fyrir stofnanir, fyrirtæki og félög í breytingum.
Í þessum fyrirlestri fjöllum við um breytingar, líðan í breytingum, þá þætti sem stuðla að farsælli innleiðingu breytinga og síðast en ekki síst, bjargráð í breytingum. Bjargráðin byggja öll á faglegum og gagnreyndum aðferðum breytingastjórnunar, jákvæðrar sálfræði, markþjálfunar og umhverfissálfræði.
Á endanum snúast breytingar um fólk. Ef breytingin nær ekki til starfsmanna og starfshátta er hætta á að breytingin nái aldrei fótfestu og við dettum aftur í gömlu aðferðirnar.
Óvissan sem fylgir breytingum getur valdið streitu, dregið úr trausti til vinnustaðarins, aukið líkur á uppsögnum og ef ekkert er að gert getur ástandið mögulega leitt til kulnunar.
Það er því mikilvægt að huga vel að þeim þáttum sem snúa að starfsfólkinu. Að hlúa að líðan og veita þeim bjargráð til að takast á við krefjandi tíma á farsælan máta.

Inngrip jákvæðrar sálfræði
Stuttur, hnitmiðaður og hagnýtur fyrirlestur fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök.
Við fjöllum um inngrip jákvæðrar sálfræði sem byggja á gagnreyndum aðferðum og eru til þess fallin að auka vellíðan og hamingju ásamt þvi´að geta dregið úr einkennum þunglyndis og kvíða.
Hér förum við yfir upphaf jákvæðu sálfræðinnar og helstu inngrip hennar með áherslu á styrkleikagreiningar og þakklætisæfingar.

Vinnustofur
Hægt er að fá sérsniðna vinnustofu fyrir fyrirtæki og stofnanir sem standa í breytingum. Áherslan er lögð á virka þátttöku starfsfólks og byggir á fyrirlestrunum Bjargráð í breytingum og inngrip jákvæðrar sálfræði