top of page
Search
  • Writer's picturestyrkleikar&stefna

Vellíðan á veirutímum

Updated: Dec 3, 2021

Það er óhætt að segja að við búum við mikla óvissu þessa dagana. Covid veiran ógnar mögulega lífi og efnahag alls heimsins. Hér á Íslandi bættust svo við jarðskjálftar og nú eldgos. Það sem verra er, enginn getur sagt fyrir með vissu um hvenær þessu ástandi líkur eða hvaða áhrif það mun hafa til lengri tíma litið.


Óvissa er streituvaldur

Óvissa getur verið mikill streituvaldur. Ekki síst þegar við upplifum að við séum algerlega á valdi ytri aðstæðna og ákvörðun um líf okkar og framtíð liggi í höndum vísinda- og ráðamanna. Það getur leitt til þess að við fyllumst vanlíðan, missum trú á eigin getu og hreinlega gefumst upp.


Jákvæð sálfræði

Jákvæð sálfræði byggir á að rannsaka hvaða þættir skapa vellíðan og jákvæðan vöxt hjá einstaklingum, samfélaginu og stofnunum. Í stuttu máli sagt, að kanna hvað gerir lífið þess virði að lifa því og hvað það er sem reynist fólki vel í lífinu Einblínt er á styrkleika fremur en sjúkdómsgreiningar með það í huga að auka vellíðan í stað þess að draga einungis úr vanlíðan.


Ísland ein hamingjusamasta þjóð í heimi

Eins og gefur að skilja eru það fleiri en einn þættir sem hafa áhrif á hvort við upplifum hamingju og vellíðan. Hamingjan okkar er reglulega mæld af ýmsum aðilum. Skv World happiness skýrslunni 2021 er Ísland í öðru sæti á eftir Finnum sem hafa vermt toppsætið undanfarin ár. Norðurlöndin eiga það sameiginlegt að koma vel út úr mælingum ár eftir ár og því er forvitnilegt að skoða þær niðurstöður sérstaklega.


Viðhorf og trú á eigin getu

Einn af þeim þáttum sem virðist vega þungt þegar kemur að því að meta eigin hamingju er viðhorf okkar og sjálfsbjargarviðleitni. Og það virðist ríkt í norðurlandabúum. Að við upplifum vald til að taka ákvarðanir og höfum stjórn á eigin aðstæðum dregur úr óvissu og vanlíðan sem óvissu fylgir.


Get ég skapað eigin hamingju?

Og nú er komið að góðu fréttunum. Þetta viðhorf má læra og þjálfa á einfaldan máta með inngripum jákvæðrar sálfræði. Inngripunum er ætlað er að kalla fram jákvæða breytingu hjá fólki og auka þannig vellíðan og lífsánægju


Jákvæð styrkleikainngrip

Þetta inngrip er án efa eitt af mínum uppáhalds enda oft talað um styrkleika sem hryggjarstykki jákvæðrar sálfræði


Greining styrkleika

  • Jákvæð styrkleikainngrip fela í sér greiningu persónustyrkleika einstaklings. Hægt er að nota ýmsar aðferðir en ég kýs að nota persónuleikapróf VIA.

  • Styrkleikasamtal

    • Í kjölfarið eru niðurstöðurnar svo ígrundaðar, annað hvort af einstaklingnum sjálfum eða með endurgjöf frá fagaðila. Það hefur sýnt sig að endurgjöfin er mikilvægur þáttur í ferlinu þar sem farið er yfir styrkleikana og hvað þeir þýða, hvort niðurstöðurnar endurspegli sýn á eigin styrkleika og hvort einhverjir þeirra séu mögulega van- eða ofnýttir.

  • Nýting styrkleika

    • Að lokum eru styrkleikarnir svo nýttir til að ná fram því besta í hverjum og einum. Það eitt að þekkja styrkleikana hefur jákvæð áhrif á hamingju og vellíðan en notkun þeirra getur viðhaldið áhrifunum í lengri tíma. Og það sem er ekki síður mikilvægt, áhrifin skila sér til okkar nánustu og út í samfélagið

    • Ég hef útbúið verkefnahefti með hugmyndum um hvernig þú getur unnið áfram með þína styrkleika. Heftið getur innihaldið kjarnastyrkleikana þína eða fimm styrkleika að eigin vali sem þú kýst að vinna með.


Ég hvet þig til að hafa samband í sylvia@styrkleikarogstefna.is til að uppgötva hvað býr innra með þér.








41 views0 comments

Recent Posts

See All

Hugleiðing um hamingju

Pistill sem ég skrifaði og birtist fyrst á Salina.is Sem markþjálfi fæ ég stundum til mín fólk sem upplifir sig fast í ákveðnum aðstæðum....

Jákvæð sálfræði og inngrip

Hvað er jákvæð sálfræði? Um aldarmótin 2000 jókst áhugi á að rannsaka nánar þætti sem skapa vellíðan og jákvæðan vöxt (blómstrun) hjá...

Markþjálfun – Hvað er það?

Ég hef svo oft fengið spurninguna, hvað er markþjálfun? Og hver er munurinn á markþjálfa og markþjálfa? Markþjálfi er ekki lögverndað...

Comments


bottom of page