top of page
Search
Writer's picturestyrkleikar&stefna

Persónustyrkleikar

Persónustyrkleikar eru mjög stór þáttur í jákvæðri sálfræði (Dubreuil ofl. 2016). Skv. Peterson og Seligman (2004) eru persónustyrkleikar “jákvæðir eiginleikar eða einkenni sem birtast í hugsunum, tilfinningum og hegðun okkar“.


Gagnsemi þessa að þekkja eigin styrkleika:

Rannsóknir hafa sýnt að það að þekkja sína eigin styrkleika eykur hamingju og velliðan. Það hefur bætandi áhrif á sjálfsmyndina, fólk finnur að það skiptir máli og að það hafi tilgang. Fólk lítur lífið almennt bjartari augum og verður vonbetri um framtíðina (Rashid og Anjum, 2005).

Með því að einblína á styrkleika í erfiðum aðstæðum á fólk auðveldara með að ýta frá neikvæðum hugsunum og tilfinningu um ákveðið hjálparleysi. Þess í stað sér það möguleika á að nýta sér styrkleikana og hafa þannig áhrif á eigin stöðu og útkomu (Shoshani og Sloan, 2016).


Áhrif út í samfélagið:

Það sem meira er, notkun styrkleika hefur ekki einungis áhrif á einstaklinginn heldur á fólkið í kringum hann og samfélagið í heild. Við getum notað húmor til að létta andrúmsloftið fyrir mörgum, deilt von og bjartsýni um komandi framtíð, sýnt öðrum kærleik í orðum og verki og leyft öðrum að njóta ástar og umhyggju. Á sama tíma og við hjálpum öðrum að líða betur upplifum við sjálf aukna vellíðan (Rashid og McGrath, 2020).



153 views0 comments

Recent Posts

See All

Hugleiðing um hamingju

Pistill sem ég skrifaði og birtist fyrst á Salina.is Sem markþjálfi fæ ég stundum til mín fólk sem upplifir sig fast í ákveðnum aðstæðum....

Jákvæð sálfræði og inngrip

Hvað er jákvæð sálfræði? Um aldarmótin 2000 jókst áhugi á að rannsaka nánar þætti sem skapa vellíðan og jákvæðan vöxt (blómstrun) hjá...

Markþjálfun – Hvað er það?

Ég hef svo oft fengið spurninguna, hvað er markþjálfun? Og hver er munurinn á markþjálfa og markþjálfa? Markþjálfi er ekki lögverndað...

Comments


bottom of page