Jákvæð sálfræði byggir á að rannsaka hvaða þættir skapa vellíðan og jákvæðan vöxt hjá einstaklingum, samfélaginu og stofnunum. Í stuttu máli sagt, að kanna hvað gerir lífið þess virði að lifa því og hvað það er sem reynist fólki vel í lífinu Einblínt er á styrkleika fremur en sjúkdómsgreiningar með það í huga að auka vellíðan í stað þess að draga einungis úr vanlíðan.
Jákvæð sálfræði er í sjálfu sér ekki gömul fræðigrein en hún byggir á gömlum grunni hamingjufræða sem og klínískum rannsóknum í sálfræði. Það var svo um aldarmótin 2000 sem jákvæða sálfræðin var formlega sett fram, meðal annars af sálfræðingnum Peter Seligman sem þá var forseti American Psychological Associatation APA.
Comments